About UsBílapartar ehf er lítið fjölskyldufyrirtæki í hjarta Mosfellsbæjar. Það voru hjónin Ásgeir Jamil Allansson og Bára Einarsdóttir sem hófu rekstur fyrirtækisins í Júní árið 1989 að Rauðavatni í þeirri mynd sem það er í dag. Sögu fyrirtækisins má þó rekja lengra aftur en það var Ali Allan Jamil Shwaiki faðir Jamils sem hóf rekstur á jörðinni árið 1977 ásamt eiginkonu sinni Sigurlaugu Ásgeirsdóttur.
Það væsti ekki um partasöluna á Rauðavatni þó svo að reksturinn hafi að mestu farið fram í gömlum óupphituðum bragga og því oft á tíðum kalt að standa vaktina á partasölunni. Lítið mátti hafast við á jörðinni þar sem að jörðin sem bragginn stóð á tilheyrði vatnsverndarsvæði. Margt vatn hefur þó runnið til sjávar síðan þá og í dag stendur stór hluti Norðlingaholts á jörðinni. Árið 2004 fluttist reksturinn búferlum til Mosfellsbæjar frá Rauðvatni og var það stórt stökk að koma sér fyrir í nýju húsnæði í Grænumýri 3. Fyrst um sig voru Bílapartar ehf nokkurn veginn útaf fyrir sig en stuttu síðar reis íbúðarbyggð við hlið partasölunnar. Hefur því verið lagt mikið kapp á það að halda umhverfismálum fyrirtækisins í miklu hámarki og hlutu Bílapartar ehf til að mynda Umhverfisverðlaun Mosfellsbæjar árið 2011. |
Sérhæfð Í dag sérhæfa Bílapartar ehf sig í sölu á notuðum varahlutum í Toyota bifreiðar ásamt því að taka við bifreiðum til úrvinnslu fyrir úrvinnslusjóð. Árið 2011 var farið útí það að nútímavæða varahlutalagerinn og frá með þeim tíma hafa allir varahlutir fyrirtækisins verið skráðir inn í sérstakan varahluta gagnagrunn uppá rekjanleika.
|
ViðurkenningarUmhverfisverðlaun Mosfellsbæjar 2011
Framúrskarandi fyrirtæki 2008-2019 Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2018 BGS Gæðavottun |
UmhverfiðUmhverfið er okkar hjartansmál. Því keppumst við um að endurnýta varahluti og spilliefni sem úr bifreiðunum koma til þess ýtarsta. Þeir varahlutir og spilliefni sem ekki er hægt að nýta sjáum við um að koma til viðeigandi förgunnar og endurvinnslu.
|
Staðsetning |